Á fjórða og fimmta áratugnum fóru flest siglfirsk börn á skíði mjög ung að árum. Skíði voru löngum
smíðuð úr tunnustöfum og á Siglufirði voru stafir úr síldartunnum efniviður í einföld og ódýr skíði handa
börnum. Smelltu hér til að hlusta á Jón Dýrfjörð lýsa því
hvernig skíði voru smíðuð úr tunnustöfum.
Seinna gátu menn útvegað sér betri skíði, sem þættu þó líklega ekki góð í dag. Smelltu hér til að hlusta á Valeyju Jónasdóttur lýsa fyrstu skíðunum sem hún eignaðist.
Ólafsfirðingar fóru að veita Siglfirðingum harða samkeppni í norrænum greinum á áttunda áratugnum. Magnús Eiríksson var einn fremsti göngumaður landsins á þessum árum og hefur hann att kappi við Ólafsfirðinga í göngubrautinni í gegnum árin. Smelltuhér til að hlusta á Magnús Eiríksson og Guðrúnu Pálsdóttur segja frá höfuð andstæðingum sínum, Ólafsfirðingum.
Skíðaiðkun er órjúfanlegur hluti af sögu Siglufjarðar. Á níunda áratugnum var sett upp sýning um Siglufjörð og þar var skíðaíþróttinni gert hátt undir höfði. Smelltu hér til að hlusta á Steinunni Rögnvaldsdóttur segja frá sýningunni sem hún setti upp ásamt nemendum sínum í Barnaskólanum á Siglufirði.
Seinna gátu menn útvegað sér betri skíði, sem þættu þó líklega ekki góð í dag. Smelltu hér til að hlusta á Valeyju Jónasdóttur lýsa fyrstu skíðunum sem hún eignaðist.
Ólafsfirðingar fóru að veita Siglfirðingum harða samkeppni í norrænum greinum á áttunda áratugnum. Magnús Eiríksson var einn fremsti göngumaður landsins á þessum árum og hefur hann att kappi við Ólafsfirðinga í göngubrautinni í gegnum árin. Smelltuhér til að hlusta á Magnús Eiríksson og Guðrúnu Pálsdóttur segja frá höfuð andstæðingum sínum, Ólafsfirðingum.
Skíðaiðkun er órjúfanlegur hluti af sögu Siglufjarðar. Á níunda áratugnum var sett upp sýning um Siglufjörð og þar var skíðaíþróttinni gert hátt undir höfði. Smelltu hér til að hlusta á Steinunni Rögnvaldsdóttur segja frá sýningunni sem hún setti upp ásamt nemendum sínum í Barnaskólanum á Siglufirði.