Skíðasaga Ólafsfjarðar

Skíðasaga fjallabyggðar

Skíðasaga Ólafsfjarðar

Segja má að skíðaáhugi Ólafsfirðinga hafi byrjað snemma. Í sóknarlýsingum Eyjafjarðarsýslu frá upphafi 19. aldar og fram á miðja öldina er skíðaíþrótta getið í nær öllum hreppum. Í lýsingu Kvíabekkjarsóknar sem heyrði undir Ólafsfjörð er greint frá því að á hverjum bæ hafi verið til þrenn eða fern skíði laust fyrir miðja 19. öld (sbr. Haraldur Sigurðsson, 1981: 97). Skíðin voru þá þegar notuð til skemmtunar, en hafa einnig gegnt því hlutverki að komast á milli staða. Hinn norski Helge Torvö vakti áhuga heimamanna á stökki, sem var sterkasta grein Ólafsfirðinga lengi vel ásamt göngu, og því áttu þeir marga sigra í norrænni tvíkeppni, sem var samanlagður árangur í  stökki og göngu. Á síðari árum hefur aðstaða til iðkunar alpagreina batnað til muna og Ólafsfirðingar einnig eignast gott alpagreinafólk þó gangan sé ennþá þeirra aðalsmerki.

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 19. öldin

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1900-1930

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1930-1940

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1940-1960

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1960-1970

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1970-1980

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1980-1990

Skíðasaga Ólafsfjarðar: Eftir 1990

  

Mynd augnabliksins

img_8946.jpg
header
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya