Skķšasaga fjallabyggšar

/* /*]]>*/ 23. jślķ 2008 Į heilbrigšisstofnun Siglufjaršar. Steinunn Marķa Sveinsdóttir tók vištal viš Unni Helgu Möller. Unnur Helga Möller fęddist

Unnur Helga Möller

23. júlí 2008

Á heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Steinunn María Sveinsdóttir tók viðtal við Unni Helgu Möller.

Unnur Helga Möller fæddist 10.12.1919 í norska sjómannaheimilinu á Siglufirði. Unnur er uppalin á Siglufirði, fór tvítug í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði og fór síðan aftur til Siglufjarðar að vinna í síldinni. Þá vann hún einnig nokkur ár í Sigló síld auk hefðbundinna húsmóðurstarfa. Foreldrar Unnar voru Christian Ludwig Möller yfirlögregluþjónn f. 5.4.1887, d. 11.8.1946 og Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir húsmóðir f. 18.3.1886, d. 6.2.1972. Þau eignuðust átta börn.

Farið var upp í Siglufjarðarskarð og fram á Hól til að fara á skíði. En allra best þótti Unni að vera á skautum í tunglsljósinu þegar allt var bjart. En þá var hún ekki á nýjum skautum. Skautarnir voru heimasmíðaðir, skór með járni undir sem náði aftur fyrir hælinn. Þetta voru gamaldags skautar sem ekki þættu fínir í dag.

Unnur var skíðadrottning að eigin sögn, þær voru ekki margar stúlkurnar á þessum árum sem tóku þátt í skíðaíþróttinni. Hún byrjaði ung að fikta eins og hún orðar það, aðeins níu eða tíu ára. Skíðaði í stígvélum. Mest var rennt sér við Steinaflatir, þar voru Litli og Stóri Boli. Fólk kom úr bænum til að horfa á skíðafólkið renna sér.

Enginn hvatti hana sérstaklega til að fara að renna sér á skíðum, hún ákvað það sjálf. Bræður hennar voru oft á skíðum og hún fylgdi með. Hún minnist Heiðu Rögnvalds, Stínu Aðalbjörns og Jóns Þorsteinssonar – þegar þau stukku á skíðunum og svifu, hve falleg sjón það var.

Skíði voru mjög mikilvæg til að koma sér á milli staða á árum áður. Þannig segir Unnur t.d. að ljósmóðirin í firðinum hafi gengið út í Héðinsfjörð á skíðum, þau voru sannkölluð samgöngubót.

Unnur fór á skíðaæfingar undir handleiðslu Helge Torvö. Hann kenndi þeim undirstöðurnar og svo léku þau sér eins og þau vildu. Æfingarnar voru stundaðar þegar fólk hafði tíma en á sumrin reyndu þau að halda sér í formi og „liðka sig“ eins og hún orðar það. Skíðaiðkunin tók auðvitað sinn tíma frá vinnu eða námi en hafði lítil áhrif á skólagöngu.

Þeir sem vildu eiga fín skíði og góðan útbúnað þurftu að sjálfsögðu að leggja út fyrir því en það gerði hún ekki sjálf. Þau notuðu eldgömul skíði, skíðastafirnir voru bara prik, ekkert annað.  Skíðaskórnir voru snjóstígvél en Unnur átti þó einu sinni skíðaklossa. Festingarnar voru festar með skrúfum enda stórhættulegt ef að skíðin dyttu af þeim. Hún man þetta þó ekki vel þar sem að karlarnir sáu um festingarnar og að þær væru í lagi. Hún byrjaði um tólf ára aldur að keppa á skíðum en tók aldrei þátt í Íslandsmóti, fannst það svo vitlaust, enda var hún lítil keppnismanneskja. Keppnisskap skipti máli í skíðaíþróttinni en Unnur segir að það hafi hún aldrei átt til. Það skipti hana engu hver var fyrir framan hana eða á eftir henni, hún gerði bara sitt besta. Unnur tók þó þátt á skíðamótum á Siglufirði og stökk 5 metra á einu mótinu en hún keppti einungis í stökki. Heiða og Stína voru aftur í sviginu, og voru þær „agalega klárar“ að sögn Unnar. Fyrirmyndir Unnar voru aðallega Jón Þorsteinsson og Alfreð Jónsson. Alfreð var skíðakóngur en hún gerir lítið úr því að hún hafi verið skíðadrottning.

header
Hafa Samband
moya - Śtgįfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya