Skķšasaga fjallabyggšar

Gottskįlk Gottskįlksson er ęttfašir mikillar skķšafjölskyldu į Siglufirši sem nefnd er eftir honum og żmist kölluš Gottskįlksęttin eša Gosaęttin.

Skķšasaga Siglufjaršar: Gottskįlksęttin

Gottskálk Gottskálksson er ættfaðir mikillar skíðafjölskyldu á Siglufirði sem nefnd er eftir honum og ýmist kölluð Gottskálksættin eða Gosaættin. Gottskálk var fæddur að Hálsi í Vestari-Fljótum þann 2. september 1851. Hann bjó ásamt konu sinni, Sólveigu Ólafsdóttur, að Miðmó í Fljótum lengi vel en þau fluttust síðan með barnahóp sinn að Dölum og síðan til Siglufjarðar árið 1919.Gottskálk lést á Siglufirði árið 1927. Afkomendur þeirra hjóna eru á annað hundrað manns og þar á meðal eru margir afreksmenn í skíðaíþróttinni (Haraldur Sigurðsson, 1981: 183).

Ólafur Gottskálksson, sem sigraði í fyrsta opinbera skíðamótinu, var elsti sonur Gottskálks. Synir Ólafs voru Björn, Rögnvaldur og Einar, allir þekktir skíðamenn sem unnu til fjölda verðlauna, meðal annars á Thule mótum og Íslandsmótum. Næstelsti sonur Gottskálks var Gísli, en hann lést ungur í snjóflóði í Engidal árið 1919. Sá þriðji í röðinni var Rögnvaldur, hann iðkaði mikið skíðagöngu og dóttir hans Aðalheiður var mikil og góð skíðakona. Aðalheiður varð fyrst siglfirskra kvenna til að sigra á Íslandsmóti árið 1947, og sigraði bæði í svigi og bruni. Hún var á meðal fremstu skíðakvenna á Siglufiði um árabil og varð Siglufjarðarmeistari þrjú ár i röð, á árunum 1947-1949. Fjórði sonur hjónanna Gottskálks og Sólveigar var Þorsteinn. Hann var vel skíðafær og sonur hans Jón varð landsfrægur fyrir leikni sína í íþróttinni. Jón Þorsteinsson var alhliða skíðamaður og byrjaði ungur að keppa. Hann fékk undanþágu til að keppa á fyrsta Thule mótinu 1937 vegna ungs aldurs og vann þá gönguna með glæsibrag. Á sama móti varð hann annar í stökki á eftir Alfreði Jónssyni. Árið 1938 varð hann Íslandsmeistari í svigi, sem þá var kallað slalom eða krókahlaup. Jón varð Íslandsmeistari í stökki og norrænni tvíkeppni árin 1944 og 1947 og var í kjölfarið boðið að taka þátt í Holmenkollenmótinu í Noregi. Jón varð Siglufjarðarmeistari hvað eftir annað og lauk glæsilegum ferli sínum með því að lenda í 2. sæti í stökki á Íslandsmeistaramótinu 1958, á eftir Skarphéðni Guðmundssyni. Yngsti sonur Gottskálks var Guðlaugur, sem keppti á ýmsum skíðamótum og var einnig þekktur fyrir skíðakennslu og skipulagningu skíðamóta. Var hann á meðal þeirra allra fyrstu til að kynna sér erlendar leikreglur og dómgæslu við skíðamót. Sonur Guðlaugs, Birgir, gat sér mikillar frægðar fyrir afrek sín á Íslandsmótum eftir miðja 20. öldina (Haraldur Sigurðsson, 1981: 183-230).

header
Hafa Samband
moya - Śtgįfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya