Skíđasaga fjallabyggđar

/* /*]]>*/ Björn Ţór Ólafsson vann Íslandsmeistaratitillinn í stökki í annađ sinn áriđ 1970. Áriđ 1971 var skíđalandsmót Íslands haldiđ á Akureyri og ţá

Skíđasaga Ólafsfjarđar: 1970-1980

Björn Þór Ólafsson vann Íslandsmeistaratitillinn í stökki í annað sinn árið 1970. Árið 1971 var skíðalandsmót Íslands haldið á Akureyri og þá vann Björn Þór bæði stökk og norræna tvíkeppni, sem var samanlagður árangur í göngu og stökki. Björn Þór var sigursæll áfram allan áttunda áratuginn. Árið 1980 varð Björn Þór Íslandsmeistari í stökki og norrænni tvíkeppni og var kosinn skíðamaður Íslands sama ár (Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 254-259).

Á Íslandsmeistaramótinu og unglingameistaramótinu árið 1978 unnu Ólafsfirðingar samtals sextán Íslandsmeistaratitla. Ólafsfirðingar áttu marga sigurvegara á Íslandsmótinu 1980 líkt og árin á undan. Fengu þeir tíu gullverðlaun, ein silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Ólafsfirðingar héldu áfram sigurgöngu sinni á landsmótinu 1981 en eignuðust þó ekki eins marga Íslandsmeistara og árið á undan. Árið 1978 var keyptur snjótroðari til Ólafsfjarðar, en áður hafði verið notast við snjósleða og þar á undan var allt fóttroðið. Snjótroðarinn gerði mikið fyrir skíðaíþróttina, sérstaklega fyrir göngumenn. Sama ár var sett upp fullkomin skíðatogbraut, 486 metra löng austurrísk diskalyfta. Lyftan var þó ekki tekin í notkun fyrr en í ársbyrjun 1979, sökum snjóleysis. Lyftan hafði mikið að segja fyrir iðkendur alpagreina og aðstaða þeirra batnaði til muna með tilkomu lyftunnar (Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 256-259).
header
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya