Skíðasaga fjallabyggðar

/* /*]]>*/ /* /*]]>*/ Árið 1965 var skíðamót Íslands haldið á Akureyri og á því móti eignuðust Ólafsfirðingar fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í

Skíðasaga Ólafsfjarðar: 1960-1970

Árið 1965 var skíðamót Íslands haldið á Akureyri og á því móti eignuðust Ólafsfirðingar fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í flokki fullorðinna. Það var Björn Þór Ólafsson sem varð Íslandsmeistari í stökki, en hann hafði orðið unglingameistari í greininni 1957. Árið 1966 náði Svanberg Þórðarson titlinum af Birni, en þeir tveir voru bestu skíðamenn Ólafsfjarðar á sínum tíma. Þeir voru valdir í skíðalandsliðið árið 1966, en þá var það valið í fyrsta skipti. Björn Þór var í stökkliðinu en Svanberg var valinn í stökk og alpagreinar. Ólafsfirðingar héldu Íslandsmeistaratitlinum í stökki fullorðinna þrjú ár í röð en árin 1968 og 1969 unnu Siglfirðingar stökkið, en þessir nágrannar þeirra hafa alltaf veitt þeim harða samkeppni í greininni (sbr. Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 252-253).  Árið 1968 var unglingameistaramót Íslands haldið í Ólafsfirði og náðu heimamenn bestum árangri í stökki og norrænni tvíkeppni. Í sögu Ólafsfjarðar segir: ,,Ekki var um að villast: Ólafsfjörður var að verða eitt helsta vígi norrænna greina skíðaíþróttarinnar í landinu.“ (Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 253). Hins vegar áttu Ólafsfirðingar fáa skíðamenn sem stóðu framarlega í alpagreinum, enda var aðstaðan í þeim greinum lakari hjá þeim en víða annars staðar, hvorki voru komnar togbrautir né lyftur. Aðstaða til að æfa stökk var hins vegar til fyrirmyndar og stökkpallar góðir. Skíðabrekkur voru við bæjardyrnar og ungir skíðamenn byggðu stökkpalla úr snjó og æfðu stökk. Það var mikill áhugi fyrir alpagreinum og stökki en göngu var lítið sinnt sem keppnisgrein (Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 254).









 
header
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya