SkÝ­asaga fjallabygg­ar

/* /*]]>*/ Af gˇ­um skÝ­am÷nnum laust fyrir mi­ja ÷ldina mß auk fyrrnefndra nefna Eystein ١r­arson, Gu­mund Ůengilsson og Gunnlaug Magn˙sson. Ljˇst er

SkÝ­asaga Ëlafsfjar­ar: 1940-1960

Af góðum skíðamönnum laust fyrir miðja öldina má auk fyrrnefndra nefna Eystein Þórðarson, Guðmund Þengilsson og Gunnlaug Magnússon. Ljóst er að Ólafsfirðingar áttu marga góða skíðamenn um miðja 20. öldina og hafa upp frá því sópað að sér verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í íþróttinni. Árið 1946 tóku fjórir Ólafsfirðingar þátt í skíðamóti Íslands á Akureyri og komu heim með fimm verðlaun. Þrátt fyrir ágætan árangur hömpuðu Ólafsfirðingar þó engum Íslandsmeistaratitli og næstu árin var árangur þeirra með svipuðu móti. Árið 1952 tók Íþróttabandalag Ólafsfjarðar í fyrsta sinn þátt í starfi Skíðasambands Íslands. Þá var venja að halda skíðamót Ólafsfjarðar á hverju ári og einnig voru haldin norðurlandsmót, sem haldið var í Ólafsfirði 1953. Ólafsfirðingar voru ekki áberandi á Skíðamóti Íslands á sjötta áratugnum. (Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 251). Ef til vill hefur verið almenn deyfð yfir íþróttinni á landsvísu en samkvæmt mótaskrá sem gefin var út fyrir mót á Siglufirði árið 1972 var ekki haldið Íslandsmót árið 1959. Í sögu Ólafsfjarðar kemur fram að skíðaíþróttin var almenningsíþrótt í bænum sem fólk stundaði frá blautu barnsbeini en keppnismenn í fremstu röð voru fáir um þetta leyti. Brekkurnar voru góðar en togbrautir ekki komnar. Íþróttafélagið Leiftur sendi frá sér fáa eða enga skíðamenn á Íslandsmót fram til 1962. Ólafsfirðingar áttu þó mikið í tveimur af fremstu skíðamönnum landsins, bræðrunum Eysteini og Svanbergi Þórðarsonum, sem búsettir voru í Reykjavík og kepptu fyrir hönd Reykvíkinga. Bræðurnir kepptu bæði hér á landi og erlendis með góðum árangri og tók Eysteinn þátt í Ólympíuleikum árið 1960. Svanberg var fluttur aftur heim til Ólafsfjarðar þegar hann keppti á Skíðamóti Íslands á Siglufirði 1963 og var í kjölfarið valinn til að æfa með hópi manna sem velja átti úr til þátttöku á Ólympíuleikunum árið eftir. Svanberg hefur því eflaust haft áhrif á skíðaáhuga heimamanna, sem glæddist að nýju. Um og eftir 1960 kom skíðakennari til Ólafsfjarðar til að þjálfa nemendur barnaskólans og endurvekja áhugann á skíðaíþróttinni. Keppnisfólki fjölgaði mikið, eða úr 25 manns upp í 90 manns. Ólafsfirðingar fóru líka að leggja stund á stökk í auknum mæli og með keppni í huga (Friðrik G. Olgeirsson, 1991: 251-252).

header
Hafa Samband
moya - ┌tgßfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya