Skasaga fjallabyggar

/* /*]]>*/ Samkvmt sgu lafsfjarar frist ,,ntt og auki lf skarttina hr landi“ fjra ratugnum og fru lafsfiringar ekki

Skasaga lafsfjarar: 1930-1940

Samkvæmt sögu Ólafsfjarðar færðist ,,nýtt og aukið líf í skíðaíþróttina hér á landi“ á fjórða áratugnum og fóru Ólafsfirðingar ekki varhluta af þeirri áhugaöldu (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 314). Veturinn 1933-1934 var norskur skíðakennari hér á landi sem kenndi Siglfirðingum og Ólafsfirðingum stökk. Þetta var Helge Torvö, sem heillaði heimamenn með glæsilegum stökkum. Stökkkennslan fór fram í Kleifarhorninu, þar sem gerðar voru tvær skíðabrekkur. Önnur brekkan var kennslubrekka en hin var stökkbrekka fyrir Helge, þar sem hann gat stokkið 40 metra. Sú brekka var nefnd eftir stökkmeistaranum og ávallt kölluð Torvöbrekka. Fjöldi fólks kom til að horfa á skíðakennsluna og til að sjá Helge stökkva, en hann endaði gjarnan kennsluna dag hvern á að stökkva sjálfur. Á þessum árum var að koma betri skíðaútbúnaður og kröfur Ólafsfirðinga urðu meiri eftir að hafa séð útbúnað Helge. Ólafsfirðingurinn Ágúst Jónsson fór því að framleiða skíði sem hann kallaði Leiftursskíði og voru mun betri en áður höfðu tíðkast og seldust vel í Ólafsfirði, sem og annars staðar. Nokkrum árum eftir að Helge hafði verið við kennslu í Ólafsfirði kom þangað Jósef Gunnarsson frá Ísafirði og kenndi heimamönnum svig. Það var ný grein fyrir Ólafsfirðinga og því áttu fæstir svigskíði til að byrja með og þurftu að hefja fyrstu æfingarnar á stökkskíðum. Brynjólfur Sveinsson kaupmaður í Ólafsfirði sýndi skíðaíþróttinni áhuga og að hans frumkvæði var hafin framleiðsla á svigskíðum sem kölluð voru Binnaskíði. Skíðin urðu vel þekkt og eftirsótt víða um land. Svigið kölluðu heimamenn slalom, að enskum hætti. Svig var æft á Ytri-Árdal því þar var nægur snjór (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 314-316).

 

Árið 1937 tóku Ólafsfirðingar þátt í Skíðalandsmóti Íslands í fyrsta sinn. Mótið var haldið á Siglufirði og komu Ólafsfirðingar þaðan án nokkura verðlauna. Þeir voru þó reynslunni ríkari og tóku næst þátt í landsmóti sem fram fór á Ísafirði 1939. Það ár varð Ólafsfirðingurinn Magnús Árnason Íslandsmeistari í svigi, en hann keppti þó fyrir hönd Akureyringa. Næsta landsmót fór fram á Akureyri 1940 og sendu Ólafsfirðingar 16 manna lið á mótið. Það voru fleiri keppendur en áður höfðu keppt frá Ólafsfirði. Keppendur voru á öllum aldri, enda var bæði keppt í barnaflokkum og flokkum fullorðinna. Hópurinn frá Ólafsfirði var kallaður Gula bandið, þar sem allir keppendurnir klæddust bláum peysum með gulri rönd. Ólafsfirðingar unnu frækna sigra á mótinu og vöktu mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Alls unnu þeir fern gullverðlaun, fern silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun og áttu þrjá fremstu menn í sumum flokkum. Emma Árnadóttir var skíðadrottning mótsins, en hún vann svigið. Eftir þennan góða árangur á Skíðalandsmóti Íslands 1940 jókst skíðaáhuginn enn frekar. Til Ólafsfjarðar kom Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði til að þjálfa nágranna sína í skíðaíþróttinni og var þátttaka almenn. Þekktustu skíðamenn Ólafsfirðinga frá bernskuárum skíðaíþóttarinnar í bænum voru Stefán B. Ólafsson, Ólafur Stefánsson, Þorvaldur Ingimundarson, Ármann Þórðarson, Sigurður Þórðarson, Magnús Ágústsson, Jón Þórðarson og Jón Ágústsson (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 316-317). 

 

 

header
Hafa Samband
moya - tgfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya