Skķšasaga fjallabyggšar

/* /*]]>*/ Frį žvķ aš Žorvaldur Thoroddsen skrįši lżsingu sķna og fram į žrišja įratug 20. aldar er lķtiš fjallaš um skķši ķ heimildum. Frišrik

Skķšasaga Ólafsfjaršar: 1900-1930

Frá því að Þorvaldur Thoroddsen skráði lýsingu sína og fram á þriðja áratug 20. aldar er lítið fjallað um skíði í heimildum. Friðrik G. Olgeirsson telur að ástæðan sé einkum sú að skíðanotkun hafi tilheyrt hinu daglega lífi og ekki þótt í frásögur færandi.  Heimildir greina á ný frá skíðaíþróttum um og upp úr 1920 og þá er greinilegt að skíði voru aðeins notuð til göngu og stökks. Veturinn 1921, þegar Ungmennafélag Ólafsfirðinga var tíu ára, voru Ólafsfirðingar þátttakendur á sínu fyrsta íþróttamóti. Um var að ræða skíðamót sem Ungmennafélag Akureyrar stóð fyrir og var það eitt fyrsta stórmót sem haldið var hér á landi. Keppendur voru frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Kaupangssveit. Bræðurnir Sigursveinn Árnason og Jón Árnason frá Kálfsá unnu frækna sigra fyrir hönd Ólafsfirðinga á mótinu, en þeir höfðu vanist skíðagöngu frá barnæsku. Sigursveinn var fyrstur í  10 km göngu og Jón var í öðru sæti. ,,Skíðin sem Sigursveinn notaði í göngunni voru fimm feta eikarskíði, jafnbreið í báða enda með brotnum beygjum“ (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 311).  Í verðlaun hlaut hann átta feta gönguskíði, tvær og hálf tomma að breidd um miðjuna og kostuðu þá með öllum útbúnaði 90 krónur.  Jón var í öðru sæti í stökki, eða  ,,brekku með loftstökki“ eins og það var kallað þá.  Göngustíll Sigursveins var gagnrýndur í blaðagrein skömmu eftir mótið og sagt var að hann hefði notað eydd og létt skíði og hafi því getað hlaupið. En Sigursveinn hélt áfram að vera sigursæll og vann tvö mót stuttu síðar, það fyrra á Siglufirði og hið síðara á Ólafsfirði. Í sögu Ólafsfjarðar segir: ,,þessa sigra Sigursveins Árnasonar má telja upphaf þess mikla árangurs Ólafsfirðinga í skíðaíþróttinni sem þeir hafa verið þekktir fyrir allt fram á þennan dag, sér í lagi í norrænum greinum“ (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 311). Ljóst er að árangur bræðranna frá Kálfsá ýtti mjög undir skíðaáhuga manna í Ólafsfirði á næstu árum og reyndi Ungmennafélagið að viðhalda þeim áhuga. Þó virðist nokkur deyfð hafa verið fyrir skíðaíþróttinni í Ólafsfirði sem og annars staðar fram til 1930 (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 310-311).

header
Hafa Samband
moya - Śtgįfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya