SkÝ­asaga fjallabygg­ar

/* /*]]>*/ Fri­rik G. Olgeirsson sagnfrŠ­ingur hefur gert Ëlafsfjar­ars÷gu gˇ­ skil Ý ritinu Hundra­ ßr Ý horninuá sem gefin var ˙t Ý ■remur bindum

SkÝ­asaga Ëlafsfjar­ar: 19. ÷ldin

Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur hefur gert Ólafsfjarðarsögu góð skil í ritinu Hundrað ár í horninu  sem gefin var út í þremur bindum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Hann gerir skíðaiðkun Ólafsfirðinga að sérstöku umfjöllunarefni og gerir skíðasögunni ágæt skil í riti sínu, allt frá fyrri hluta 19. aldar fram á síðari hluta 20. aldar. Þar segir að skíðaeign Ólafsfirðinga hafi verið lítil í upphafi 19. aldar og hafi þeir aðeins átt ein skíði 1808. Þetta breyttist þó tiltölulega hratt og árið 1839 voru til þrenn eða fern skíði á hverjum bæ. Talið er að séra Ólafur Þorleifsson hafi innleitt almenna skíðanotkun í Ólafsfirði, en áður en hann tók þar við prestskap höfðu heimamenn mikið notast við þrúgur. Skíðin reyndust hins vegar mun heppilegri ferðamáti og voru bæði notuð til gagns og gamans á fyrri hluta 19. aldar. Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur ferðaðist um Norðurland 1896 og vitnar Friðrik í ferðabók hans. Eitt af því sem vakti athygli Þorvaldar var leikni Ólafsfirðinga og nærsveitarmanna á skíðum. Æfingin hefur sannarlega skapað margan meistarann en samkvæmt ferðabók Þorvaldar byrjuðu börnin að æfa sig á fimmta eða sjötta aldursári, óhrædd við að renna sér niður brattar brekkur í hendingskasti. Til að fá betra rennsli báru menn steinolíu á skíðin. Þorvaldur fullyrti að Ólafsfirðingar, Siglfirðingar, Fljótamenn og Svarfdælingar hafi verið bestu skíðamenn landsins. Á þessum slóðum voru til mörg skíði á hverjum bæ (Friðrik G. Olgeirsson, 1988: 309-310).

header
Hafa Samband
moya - ┌tgßfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya