Á þessum vef má sjá afrakstur þjóðháttarannsóknar sem gegnir því hlutverki að draga upp þjóðlífsmyndir frá 20. öldinni. Rannsókn þessi er fyrst og fremst byggð á munnlegum heimildum, viðfangsefnið er skíðasagan og er hún skoðuð í ljósi huglægra viðmiðanna, með ákveðinni viðtalstækni. Með huglægum viðmiðunum er átt við það að hver og einn skynjar heiminn með sínum hætti. Ekki er verið að leita eftir einu réttu svari við ákveðnum spurningum heldur upplifun hvers og eins af einstaka atburðum og (skíða)lífinu almennt. Þannig er rannsóknin byggð á eigindlegum aðferðum félagsvísindanna. Þessi söfnun munnlegra heimilda og annarra gagna sem viðkoma skíðalífi Fjallabyggðar fyrr og síðar skapar grundvöll fyrir safni eða sýningu í komandi framtíð. Því má hugsa sér heimasíðuna sem gagnabanka upplýsinga um skíðasöguna. Gagnabankinn er hugsaður bæði til gagns og gamans fyrir heimamenn, ferðamenn, sem og áhugamenn um skíðaíþróttina og sögu hennar.