Siglufjörður og Ólafsfjörður eru margfrægir fyrir afreksfólk sitt á sviði vetraríþrótta fyrr og síðar.
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðarbæjar árið 2006 og skyldi engan undra að
sveitarfélag sem verið hefur vagga skíðaíþróttarinnar um árabil skuli bera heitið Fjallabyggð. Sumarið 2008 hófst söfnun
munnlegra heimilda um skíðaiðkun Siglfirðinga á árum áður. Á þessari síðu má sjá afrakstur þeirrar
söfnunar auk annars efnis sem viðkemur skíðaíþróttinni á Siglufirði. Það var svo árið 2010 sem sambærileg rannsókn
hófst á Ólafsfirði og er það efni smám saman að taka á sig mynd á síðunni. Vonir eru bundnar við að þessi vefur
eigi eftir að vaxa og dafna í framtíðinni.
Flýtilyklar
Velkomin(n)
Fréttir
Verið er að vinna að skíðasögu Ólafsfjarðar
Almennt - fimmtudagur 27.janúar 2011 - Rósa - Lestrar 410
Á myndinni eru Þorsteinn Þorvaldsson, Guðmundur Garðarsson, Björn Þór Ólafsson, Haukur Sigurðsson og Jón Árni
Konráðsson. Sá síðastnefndi heldur á bikar sem hann hlaut er hann var kosinn íþróttamaður Ólafsfjarðar 1980.
Siglfirskir góðborgarar á skíðum eftir 1940.
Almennt - laugardagur 06.júní 2009 - Rósa - Lestrar 333

Frá vinstri: Jón Kjartansson, verkstjóri og síðar bæjarstjóri, sr. Óskar J. Þorláksson sóknarprestur, Björgvin Bjarnason kennari síðar bæjarfógeti á Akranesi (bróðir Kjartans Bjarnasonar sparisjóðsstjóra), Hannes Guðmundsson lögfræðingur (sonur Guðmundar Hannessonar bæjarfógeta) og Ólafur Þ. Þorsteinsson sjúkrahúslæknir.
Siglufjarðarhluti kominn á vefinn
Almennt - mánudagur 25.maí 2009 - Rósa - Lestrar 396
Nú er Siglufjarðarhluti rannsóknarinnar tilbúinn til birtingar á vefnum.
Þessi síða er í vinnslu
Almennt - laugardagur 02.maí 2009 - Rósa - Lestrar 341
Nú er verið að vinna í þessu vefsvæði.